spot_img
HomeFréttirJakob framlengir hjá Sundsvall

Jakob framlengir hjá Sundsvall

 
Jakob Örn Sigurðarson verður áfram með sænsku meisturunum Sundsvall Dragons á næstu leiktíð en þetta staðfestir vefsíðan www.basketsverige.se Jakob og Hlynur verða því áfram einn stærsti liðurinn í hryggjarstykki Sundsvall þar sem Hlynur framlengdi við félagið á dögunum.
Jakob átti kost á því að fara til annarra liða fram til 15. júní og samkvæmt sænsku vefsíðunni voru tvö lið á Spáni sem sýndu Jakobi áhuga en kappinn valdi að vera áfram í Svíþjóð.
 
Yfirmaður íþróttamála hjá Sundsvall, Frederick Åhnstrand, sagði í yfirlýsingu að mikilvægt púsl væri nú komið á sinn stað hjá Sundsvall og að gaman væri að fá Jakob á sitt þriðja ár hjá félaginu.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -