spot_img
HomeFréttirFramkvæmdastjóri San Antonio: Erum ekki að reyna losna við Parker

Framkvæmdastjóri San Antonio: Erum ekki að reyna losna við Parker

R.C. Buford, framkvæmdastjóri San Antonio, segir það rangt að félagið sé að reyna losa sig við Tony Parker og fá ferskar lappir á svæðið í hans stað. Samkvæmt fjölmiðlum hefur félagið verið í viðræðum við bæði Toronto og Sacramento um Frakkann snjalla.
Buford sagði að félagið hefði fengið fyrirspurnir um einhverja leikmenn og þeir hafi svarað þeim. En hann neitaði að félagið væri að falbjóða leikstjórnandann.
 
Einnig er talið að Richard Jefferson sé til sölu hjá félaginu en San Antonio féll úr 1. umferð úrslitakeppninnar í vor eftir að endað í efsta sæti vesturdeildarinnar að lokinni deildarkeppni.
 
Fréttir
- Auglýsing -