spot_img
HomeFréttirHættur: Pútin aðstoðaði við að útvega ríkisborgararéttinn – vil ekki klára ferilinn...

Hættur: Pútin aðstoðaði við að útvega ríkisborgararéttinn – vil ekki klára ferilinn eins og Jordan

Einn allra besti leikmaður Evrópu síðastliðinn áratug hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. J.R. Holden sem hefur verið lykilmaður í ótrúlega sigursælu liði CSKA Moskvu undanfarin ár er verður 35 ára í ágúst og sagðist vilja hætta á toppnum. Hann hefur ekki enn ákveðið hvort hann verði með Rússum á EM í sumar en hann var valinn í fyrsta æfingahóp Rússa.
Holden er Bandaríkjamaður en varð rússneskur ríkisborgari árið 2003 en þáverandi forseti Rússlands, Vladimir Pútin, aðstoðaði til að Holden yrði ríkisborgari. Hann hefur verið mikilvægur landsliðsmaður Rússa síðan þá.
 
Hann tjáði liðsfélögum sínum í CSKA Moskvu það að hann væri hættur eftir að þeir urðu meistarar í vor. Hann sagði að þetta hefði án efa verið sinn síðasti leikur. Hann vilji hætta á toppnum og vilji ekki enda eins og Michael Jordan gerði á sínum tíma er hann lék með Washington Wizards.
 
David Blatt, þjáflari Rússa, vonast til að njóta krafta Holdens en Holden skoraði sigurkörfu Rússa í úrslitaleiknum á EM árið 2007 gegn heimamönnum í Spáni. Holden lofaði Blatt að hugsa sig um hvort hann yrði með í haust og mun hann svara honum á næstunni. Blatt valdi hann í hópinn sinn og vonast til að hann verði með.
 
 
Hann varð átta sinnum rússneskur meistari með CSKA Moskvu ásamt því að verða evrópumeistari tvisvar sinnum. Holden lék í Lettlandi, Belgíu, Grikklandi og Rússlandi á ferli sinum í Evrópu.
 
Mynd: J.R. Holden er einn allra besti leikmaður Evrópu á þessari öld.

Fréttir
- Auglýsing -