spot_img
HomeFréttir20 manna hópur heimamanna – Valanciunas fór fimmti í nýliðavalinu í nótt

20 manna hópur heimamanna – Valanciunas fór fimmti í nýliðavalinu í nótt

Kestutis Kemzura, þjálfari litháenska landsliðsins, hefur valið 20 manna æfingahóp fyrir EM í haust. Kemzura fær það verðuga verkefni að púsla saman liði sem getur unnið til verðlauna á heimavelli en þessi körfuboltaóða þjóð væntir mikils eftir frábæran árangur á HM í fyrra þegar liðið vann brons.
Tveir leikmenn hópsins voru valdir í fyrstu umferð nýliðavals NBA í nótt en það voru þeir Jonas Valanciunas og Donatas Motiejunas sem voru valdir af Toronto og Minnesota.
 
Þó að margar hetjur hafi gefið kost á sér eru samt ekki allir með. Linaz Kleiza, leikmaður Toronto, og Jonas Maciulis frá AJ Milano eru ekki í hópnum vegna meiðsla.
 
Gamla goðsögnin Sarunas Jasikevicus er í hópnum en það eru þrjú ár síðan hann og Rimantas Kaukenas léku sinn síðasta landsleik en það var á Ólympíuleikunum í Peking. Einnig eru tvíburarnir Ksistof og Darjus Lavrinovic í hópnum.
 
Æfingabúðir litháenska liðsins hefjast 18. júlí.
 
Æfingahópurinn:
Mantas Kalnietis Zalgiris Kaunas
Sarunas Jasikevicius Lietuvos Rytas
Tomas Delininkaitis Zalgiris Kaunas
Martynas Pocius Zalgiris Kaunas
Rimantas Kaukenas Montepaschi Siena
Martynas Gecevicius Lietuvos Rytas
Renaldas Seibutis Lietuvos Rytas
Deividas Gailius Virtus Bologna
Simas Jasaitis Lietuvos Rytas
Art?ras Jomantas Lietuvos Rytas
Mindaugas Kuzminskas Zalgiris Kaunas
Mindaugas Lukauskis Oldenburg
Paulius Jankunas Zalgiris Kaunas
Darius Songaila Philadelphia 76ers
Donatas Motiejunas Zalgiris Kaunas/Minnesota Timberwolves
Ksistof Lavrinovic Montepaschi Siena
Darjus Lavrinovic Fenerbache Ulker
Robertas Javtokas Zalgiris Kaunas
Marijonas Petravicius AJ Milano
Jonas Valanciunas Lietuvos Rytas/Toronto Raptors
 
 
 
Mynd: Jonas Valanciunas er nýjasta körfuboltaafurðin sem á eftir að láta að sér kveða í NBA.
Fréttir
- Auglýsing -