Indiana Pacers hefur nýtt rétt sinn til að framlengja samninga þeirra Darren Collison, Tyler Hansbrough og Paul George.
Eru þeir nú samningsbundnir Indiana út 2012-13 timabilið.
Allir þrír voru byrjunarliðsmenn í Indiana undir lok tímabilsins og áttu góða úrslitakeppni þar sem liðið mætti Chicago.
Mynd: Darren Collison er einn efnilegasti leikstjórnandi deildarinnar.