spot_img
HomeFréttirDeWayne Reed til liðs við KR

DeWayne Reed til liðs við KR

 
Körfuknattleiksdeild KR hefur komist að samkomulagi við hinn bandaríska DeWayne Reed um að spila með liðinu á komandi tímabili. Reed er um það bil 185 sm á hæð og leikur hann stöðu leikstjórnanda auk þess að geta annað mínútum í stöðu skotbakvarðar. Lék hann fyrir Auburn háskóla í hinni geysisterku SEC deild og skilaði að meðaltali 16.2 stigum, 2.6 fráköstum, 4.3 stoðsendingum og 1.3 stolnum á sínu síðasta ári. Útskrifaðist hann þaðan árið 2010. Það tímabil var hann einnig meðal tilnefndra til Bob Cousy verðlaunanna en þau hlýtur sá leikstjórnandi sem þykir skara fram úr í háskólaboltanum hvert tímabil.
Reed bíður verðugt verkefni, að taka við leikstjórnandahlutverkinu af Pavel Ermolinski sem hefur leik með sænsku meisturunum í Sundsvall næstu leiktíð.
Fréttir
- Auglýsing -