Rússar urðu á dögunum Evrópumeistarar kvenna er þær lögðu lið Tyrklands í Póllandi þar sem mótið fór fram. Rússar unnu frekar sannfærandi sigur 59:42 og halda titlinum næstu tvö árin eða þangað til að næsta EM fer fram.
Það var Ólafur Rafnsson, forseti FIBA Europe, sem afhenti fyrirliða liðsins sigurlaunin í leikslok.
Úrvalslið keppninnar var tilkynnt í leikslok og í liðinu eru eftirtaldir leikmenn:
C Maria Stepanova (Rússland)
C Nevriye Yilmaz (Tyrkland)
F Eva Viteckova (Tékkland)
G Sandra Mandir (Króatía)
G Elena Danilochkina (Rússland)
Elena Danilochkina var valin verðmætasti leikmaður keppninnar (MVP) en hún var með 55% 3-stiga nýtingu í keppninni, 13.9 stig að meðaltali og 50% nýtingu skota innan teigs.
Mynd: Rússar klippa netið úr hringnum – fibaeurope.com