spot_img
HomeFréttirÓlöf áfram í Ljónagryfjunni: Ferskir fætur settu blek á blað

Ólöf áfram í Ljónagryfjunni: Ferskir fætur settu blek á blað

 
Ólöf Helga Pálsdóttir verður áfram í herbúðum silfurliðs Njarðvíkurkvenna næstu þrjú árin en nýverið kvittaði hún undir samning þess efnis. Ólöf var einn af máttarstólpum Njarðvíkurliðsins síðasta tímabil.
Þá gerðu tvær stúlkur, sem stigu sín fyrstu skref með meistaraflokk á sl. vetri, einnig 3 ára samning.  Það eru þær Erna Hákonardóttir og Ásdís Vala Freysdóttir.
Einnig sömdu þrjá 16 ára stúlkur við UMFN.  Þetta eru þær Aníta Carter, Karolina Chudzik og Eygól Alexandersdóttir, sem eru allar uppaldar hjá félaginu.
Milkil ánægja er með þennan áfanga innan herbúða UMFN og stendur til að klára samninga við alla leikmenn mfl kv. á næstu dögum.
 
Mynd/ Helgi Helgason: Frá vinstri, Ólöf Helga Pálsdóttir, Ásdís Vala Freysdóttir, Erna Hákonardóttir, Aníta Carter, Karolina Chudzik og Eygló Alexandersdóttir. Með leikmönnunum á myndinni eru Sverrir Þór Sverrisson þjálfari liðsins og Ægir Gunnarsson stjórnarmaður KKD UMFN.
Fréttir
- Auglýsing -