Ísland lék sinn fyrsta leik í milliriðli fyrr í kvöld gegn Finnlandi og mátti bíða ósigur. Fyrsti leikhluti var nokkuð jafn en þó voru Finnar alltaf skrefi á undan. Staðan eftir leikhlutann var 19:23 en lokatölur reyndust76-87 Finnum í vil.
Á heimasíðu KKÍ segir:
Þessi leikur var slakasti leikur liðsins en liðið hafði fram að þessum leik leikið býsna vel. Við áttum í erfiðleikum að verjast leik Finna en þeir eru með marga jafna leikmenn sem geta allir skotið að utan og keyrt upp að körfunni. Við náðum aldrei þeim takti að stýra leiknum í gegnum varnarleikinn.
Næsti leikur liðsins er gegn Stóra Bretlandi á morgun og hefst leikurinn klukkan 20:00 eða 18:00 að íslenskum tíma.
Mynd/ Ægir Þór Steinarsson gerði 21 stig fyrir íslenska liðið í dag og tók 11 fráköst!