spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaNjarðvík stillti KR upp við vegg - Geta komist áfram í undanúrslitin...

Njarðvík stillti KR upp við vegg – Geta komist áfram í undanúrslitin með sigur í Ljónagryfjunni á þriðjudag

Njarðvík lagði KR í kvöld í öðrum leik átta liða úrslita Subway deildar karla, 67-74. Njarðvík því komnir í kjörstöðu í einvíginu, 2-0 og þurfa bara einn sigur í viðbót til að komast áfram í undanúrslitin.

Fyrir leik

Fyrsta leik einvígis liðanna unnu deildarmeistarar Njarðvíkur á heimavelli í Ljónagryfjunni, 99-90.

Gangur leiks

Ekki munaði miklu á liðunum í upphafi leiks. Gestirnir úr Njarðvík ná þó að vera skrefinu á undan eftir fyrsta leikhluta og leiða með sex stigum fyrir annan, 18-24. Miklu munaði þar sóknarlega um framgöngu bakvarðar þeirra Dedrick Basile á þessum upphafsmínútum, en hann setti 10 stig í fjórðungnum. Varnarlega nær Njarðvík að loka á allt sem KR reynir að gera í upphafi annars leikhlutans, halda þeim í aðeins 5 stigum á fyrstu 8 mínútum fjórðungsins. Heimamenn gera þó vel að missa leikinn ekki frá sér undir lok hálfleiksins, munurinn þó 8 stig þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik 29-37.

Stigahæstur heimamanna í fyrri hálfleiknum var Carl Lindbom með 10 stig á meðan að fyrir Njarðvík var Mario Matasovic kominn með 13 stig.

Báðum liðum gengur nokkuð betur að koma boltanum í körfuna í upphafi seinni hálfleiksins. KR duglegir að fara á hringinn og ná sér í körfur eða stig af gjafalínunni. Ná mjög hægt og bítandi að vinna niður forskot Njarðvíkur og eru aðeins tveimur stigum fyrir aftan þegar þrjár mínútur eru eftir af þeim þriðja, 43-45. Gestirnir ná þó að halda í forystu sína fyrir lokaleikhlutann, 47-53. Fyrir að er virðist litlar sakir rekur dómarinn leikmann KR Carl Lindbom útúr húsi í upphafi fjórða leikhlutans þar sem hann fær sína aðra tæknivillu í leiknum, en hann var á þeim tímapunkti bæði stiga og frákastahæsti leikmaður liðsins í leiknum. Heimamenn gefast þó ekki upp og eru inni í leiknum allt fram á lokamínúturnar. Gestirnir þó sterkari á lokakaflanum og sigla að lokum nokkuð öruggum sigur í höfn, 67-74.

Atkvæðamestir

Adama Darboe var atkvæðamestur í liði heimamanna í dag með 12 stig, 6 fráköst og 8 stoðsendingar. Þá bætti Carl Lindbom við 14 stigum og 7 fráköstum.

Derick Basile var bestur í liði Njarðvíkur í dag með 25 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar. Honum næstur var Mario Matasovic með 15 stig og 14 fráköst.

Hvað svo?

Þriðji leikur liðanna er komandi þriðjudag 12. apríl kl. 18:15 í Ljónagryfjunni í Njarðvík.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bára Dröfn)

Fréttir
- Auglýsing -