Íslenska U20 ára landsliðið leikur í dag klukkan 15:30 að íslenskum tíma við Holland í næst síðasta leik liðsins í B deild Evrópukeppninnar. Sigri liðið í dag mætir það sigurvegaranum úr leik Breta og Rúmena um þrettánda sætið, annars tapliðinu í leik um fimmtánda sætið.
Stigahæsti leikmaður Hollendinga er Dimeo van der Horst með 15,8 stig en stigahæstur okkar manna er Haukur Helgi Pálsson með 23,2 stig en hann er jafnframt þriðji stigahæsti leikmaður mótsins.
Undanúrslitin fara einnig fram í dag og þar mætast annars vegar Georgía og Tékkland og hins vegar Belgía og Eistland. Sigurvegarar þessara leikja komast í A deild að ári.