Nú er kominn hálfleikur í leik Íslands og Svíþjóðar á Norðurlandamótinu í Sundsvall. Staðan er jöfn 36-36 en Íslendingar hafa leitt stærstan hluta fyrri hálfleiks. Hlynur Bæringsson er búinn að skora mest eða 9 stig en hann er kominn með 3 villur og hefur því lítið leikið í öðrum leikhluta. Pavel Ermolinskij er með 7 stig og 7 fráköst og þeir Helgi Magnússon og Jakob Sigurðarson 5 hvor.
Jón Arnór Stefánsson meiddist á öxl eftir um það bil 3 mínútur og hefur læknir litið á hann og reikna menn ekki með að hann leiki seinni hálfleikinn.
Mikil barátta er í leiknum og hafa Íslendingar fengið á sig nokkuð fleiri villur en heimamenn.
Staðan er uppfærð á kki.is
Mynd: [email protected]