spot_img
HomeFréttirU20 ára liðið leikur um 13. sæti

U20 ára liðið leikur um 13. sæti

 
Ísland vann í dag Holland 80-75 á EM U20 í B-deild en mótið fer nú fram í Bosníu. Sigurinn gefur íslenska liðinu rétt á að leika um 13. sæti á mótinu og munu okkar menn mæta Bretum í leik um 13. sætið en Bretar kafsigldu Rúmena 104-50!
Ægir Þór Steinarsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 21 stig, 3 fráköst og 5 stoðsendingar og Haukur Helgi Pálsson bætti við 20 stigum og 10 fráköstum. Þá var Tómas Heiðar Tómasson með 14 stig og Sigurður Þórarinsson gerði 11 stig og tók 7 fráköst.
 
Mynd/ Sigurður Þórarinsson gerði 11 stig og tók 7 fráköst fyrir íslenska liðið í dag. Á myndinni er Sigurður í leik með Snæfell/Skallagrím í úrslitum drengjaflokks í bikarkeppni yngri flokka.
 
Fréttir
- Auglýsing -