Ísland leikur tvo landsleiki í dag, A-landslið karla mætir Finnum á Norðurlandamótinu í Sundsvall kl. 14:00 og U20 ára landsliðið mætir Bretum kl. 13:15 á EM U20 í Bosníu.
A-landsliðið mátti sætta sig við ósigur gegn heimamönnum í Svíþjóð í gær þar sem Jón Arnór Stefánsson meiddist á öxl snemma leiks og segir í fréttatilkynningu frá KKÍ að það komi í ljós í dag hvort Jón verði með gegn Finnum.
U20 ára liðið mætir Bretum í leik um 13. sætið í Bosníu og hefst sá leikur kl. 13:15 að íslenskum tíma.
Mynd/ KKI.is – Jakob Sigurðarson og Hlynur Bæringsson í leiknum gegn Svíum í gær á heimavelli sínum í Sundsvall.