Viðureign Íslands og Finnlands á NM A-landsliða var að ljúka rétt í þessu þar sem íslenska liðið fékk skell, 76-108. Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur í íslenska liðinu með 19 stig sem og Hlynur Bæringsson en hann tók einnig 10 fráköst.
Þetta er annar ósigur Íslands á mótinu sem í gær mátti þola tap gegn heimamönnum í Svíþjóð. Nánar um leikinn á heimasíðu KKÍ.
Mynd/ Hlynur Bæringsson var með 19 stig og 10 fráköst í liði Íslands í dag.