spot_img
HomeFréttirGoran Miljevic landsliðsþjálfari Sýrlands

Goran Miljevic landsliðsþjálfari Sýrlands

Heimasíða Tindastóls greinir frá því að Serbinn Goran Miljevic, einn fyrirlesara í körfuboltabúðum Tindastóls í sumar er orðinn landsliðsþjálfari Sýrlands.
Goran þessi var í Líbíu síðasta vetur og rétt komst úr landi þegar byltingin hófst þar í vor. Hann mun nú halda til Sýrlands og undirbúa liðið fyrir Asíumótið í körfubolta sem fer fram í Kína í september. Íslendingar leika einmitt tvo æfingaleiki við Kína stuttu fyrir það mót.

 
 
Aðstoðarmaður Goran verður Tane Spanev, sá er ætlaði að koma til Tindastóls næsta vetur og þjálfa yngri flokka en mun nún verða yfirþjálfari yngri landsliða Sýrlands og aðstoðarmaður Goran.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -