spot_img
HomeFréttirDavid Tairu til liðs við KR

David Tairu til liðs við KR

 
Körfuknattleiksdeild KR hefur komist að samkomulagi við hinn bandaríska David Tairu um að spila með liðinu á komandi tímabili. Tariu er um það bil 190 sm á hæð og leikur hann stöðu leikstjórnanda. Tairu lauk námi frá Texas Tech háskólanum í vor þar sem hann skoraði um það bil 10 stig að meðaltali á síðasta tímabili. Hann þykir gríðarlegur íþróttamaður og skotmaður góður sem eru einmitt meðal þeirra kosta sem KR-ingar leituðu aðalllega að í þessa ákveðnu stöðu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KR.
Kemur Tairu til KR-inga í kjölfar góðrar frammistöðu sinnar í Sumardeild Eurobasket í Houston á dögunum þar sem hann skilaði 23 stigum, 8.7 fráköstum, 4 stoðsendingum og 1.7 stolnum boltum og var valinn besti leikmaður mótsins.
 
Meðfylgjandi er myndbrot af honum í leik með fyrrum félögum sínum í Texas Tech í hinni geysisterku Big 12 deild.
Fréttir
- Auglýsing -