spot_img
HomeFréttirMarcus Walker samdi við lið í Úkraínu

Marcus Walker samdi við lið í Úkraínu

 
Körfuknattleiksleikmaðurinn Marcus Walker, sem lék með Íslandsmeisturum KR í Iceland Express-deild karla síðasta vetur, er genginn til liðs við úkraínska liðið BC Hoverla og leikur hann með liðinu á komandi tímabili. Macus var valinn besti leikmaður úrslitkeppni IE-deildarinnar er KR varð Íslandsmeistari. www.sport.is greinir frá.
Þessar fréttir koma fram á Twitter síðunni TheHoopsMarket í dag. Liðið er sem stendur í fjórða sæti úkraínsku deildarinnar, hefur unnið 30 leiki en tapað 18. Walker átti frábært tímabil með Íslandsmeisturunum síðasta vetur og lék oftar en ekki á alls oddi í úrslitakeppninni og átti stóran þátt í að tryggja liðinu Íslandsmeistaratitilinn.
Fréttir
- Auglýsing -