spot_img
HomeFréttirManu gæti hætt eftir 2-3 ár

Manu gæti hætt eftir 2-3 ár

 
Argentínumaðurinn Manu Ginobili, leikmaður San Antonio Spurs í NBA deildinni, segist ætla að leika áfram næstu tvö árin hið minnsta. ,,Að þeim loknum skulum við sjá til,“ sagði Manu.
,,Þegar sá dagur kemur að ég verð með lausan samning og nokkra valmöguleika í boði skulum við sjá hvað setur. Hvort ég haldi þá áfram eða hætti og hvort það verði með San Antonio eða annars staðar. Líkurnar á því að ég hætti í körfubolta eftir 2-3 ár eru mjög miklar en ég vil ekki slá því föstu þar sem ég er ekki með þetta á hreinu,“ sagði Manu sem er vafalítið á meðal fremstu körfuknattleiksmanna heims.
 
Fréttir
- Auglýsing -