spot_img
HomeFréttirHafþór Ingi söðlar um og gengur til liðs við Hólmara

Hafþór Ingi söðlar um og gengur til liðs við Hólmara

 
Herra Borgarnes eða flestum þekktur undir nafninu Hafþór Ingi Gunnarsson hefur nú sagt skilið við Skallagrímsmenn í bili og samið við Snæfell og mun því leika undir stjórn Inga Þórs Steinþórssonar á næsta tímabili í Iceland Express deildinni.
Hafþór samdi til eins árs við Hólmara en þar hefur hann leikið áður, leiktímabilið 2003-2004 og því öllum hnútum kunnugur í bænum. Hafþór lék með Borgarnesi á síðasta ári en vildi breyta til og samdi við fyrrum félaga sína í Snæfell. Hafþór mun styrkja lið Hólmara og er góð viðbót við skemmtilegan hóp.
 
Hafþór gerði 18 stig, tók 4,4 fráköst og gaf 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik með Skallagrím á síðustu leiktíð.
 
MyndDavíð Sveinsson: Hafþór Ingi Gunnarsson nýjasti liðsmaður Snæfells ásamt formanninum Gunnari Svanlaugssyni.
Fréttir
- Auglýsing -