Sigurjón Örn Lárusson (Grjóni) sem hefur búið í Vestmannaeyjum síðastliðinn 4 ár er nú fluttur aftur heim í Garðabæinn og ekkert annað sem kom til greina hjá kappanum en að taka slaginn á nýjan leik með Stjörnunni í vetur! Þetta eru að sjálfsögðu mikil gleðitíðindi og kærkominn styrkur inn í leikmannahópinn fyrir komandi átök segir á heimasíðu Garðbæinga, www.stjarnan-karfa.is
Á heimasíðu Garðbæinga segir ennfrekar:
Sigurjón sameinar þar með krafta sína á nýjan leik með tvíburabróður sínum Guðjóni Hrafni Lárussyni og verður afar skemmtilegt að sjá þá bræður sýna færni sína saman á nýjan leik í boltanum í vetur. Grjóni er Stjörnumaður í húð og hár eins og flestir vita enda æft og spilað með Stjörnunni frá stofnun deildarinnar árið 1993 þar til hann flutti búferlur sínar til Vestmannaeyja um jólin 2007. Hann átti m.a stóran þátt í velgengi liðsins í úrslitakeppni 1.deildar árið 2007 eða árið sem við í Stjörnunni fóru eftirminnilega upp í úrvalsdeild og höfum náð að festa okkur vel í sessi síðan.