Nú þegar rétt rúmar þrjár vikur eru eftir af tímabilinu í WNBA og farið er að styttast í úrslitakeppnina eru Minnesota Lynx og Indiana Fever efstar í sínum riðli.
Í austrinu er Indiana Fever á toppi riðilsins með 18 leiki unna og 8 tapaða, en þar á eftir koma Conneticut Sun með 16 unna leiki og 9 tapaða. Í þriðja sæti er svo New York Liberty með 15 leiki unna og 11 tapaða. En á botni riðilsins er Washington Mystics með aðeins 5 unna leiki og 18 tapaða. Það má því segja að með öllu líkindum komast þær ekki í úrslitakeppnina og eru komnar í frí eftir þrjár vikur.
Hins vegar, í vestrinu eru eins og áður var nefnt Minnesota Lynx efstar með 19 unna leiki og 6 tapað. En í öðru sæti er Phoenix Mercury með 14 unna leiki og 10 tapaða. Fast á hæla þeirra koma svo tvö næstu lið sem eru San Antonio Silver Stars og Seattle Storm. Tulsa Shock situr svo á botni riðilsins með einungis einn unninn leik og 22 tapaða. Þar með hafa þær engar líkur á því að komast í úrslitakeppnina að þessu sinni.
Ef úrslitakeppnin ætti að byrja í dag liti hún þannig út að í austrinu væri það Indiana Fever á móti Atlanta Dreams ( sem sitja í 4. sæti í riðlinum) og Conneticut Sun á móti New York Liberty (sem sitja í 3. sæti í riðlinum). Í vestrinu væri það svo Minnesota Lynx á móti Seattle Storm (4. sæti) og Phoenix Mercury á móti San Antonio Silver Stars (3. sæti).
Þó að aðeins séu rúmar 3 vikur eftir af mótinu þá er það enn gal opið og allt getur gerst. Því er vert að fylgjast með lokaspretti mótsins og sjá hverjar komast í úrslitakeppnina og hverjar klára tímabilið 11. september. Alla leiki er hægt að horfa á á netinu á heimasíðu deildarinnar www.wnba.com undir Live Access. Bæði er hægt að horfa á þá beint sem og að horfa á leiki sem eru búið er að spila.
Mynd/ Diana Taurasi (Phoenix Mercury) stigahæsti leikmaður deildarinnar með 21,0 stig að meðaltali í leik.
RKR