spot_img
HomeFréttirAfreksbúðir næstu helgi

Afreksbúðir næstu helgi

 
Nú um helgina lauk Úrvalsbúðum KKÍ 2011 með seinni æfingahelgi fyrir krakka fædda 1998-2000. KKÍ mun standa fyrir Afreksbúðum um næstu helgi en þá eru leikmenn fæddir 1997 boðaðir af yfirþjálfurum búðanna. Afreksbúðir eru undanfari yngri landsliða Íslands þar sem unglingalandsliðsþjálfarar ásamt gestaþjálfurum stjórna æfingum og fara yfir helstu tækniatriði.
Einar Árni Jóhannsson er þjálfari hjá drengjum og Jón Halldór Eðvaldsson hjá stúlkum.
 
Æfingabúðirnar verða haldnar á tveim helgum. Fyrri helgin verður helgina 27. – 28. ágúst. Seinni helgin verður haldin í september og munu leikmenn fá nánari uppýsingar á fyrri helginni hvar og hvenær þær fara fram.
 
Æft verður í íþróttahúsi Álftanes báða daganna þessa fyrri helgi.
Dagskráin eftirfarandi laugardag og sunnudag:
 
Stelpur 10.00–12.00 og 14.00-16.00
Strákar 12.00–14.00 og 16.00-18.00
 
Leikmenn hafa fengið boðunarbréf sent og eru beðnir um að staðfesta móttöku og mæting á netfangið [email protected].
 
Fréttir
- Auglýsing -