Shannon McKever er væntanleg í kvennalið Snæfells í körfu og verður með þeim á komandi tímabili. Shannon kemur frá Greenwood, South- Carolina er 22 ára og er 1.83 m á hæð. www.snaefell.is greinir frá.
Shannon spilaði með kvennaliði Lander University og stóð sig með prýði síðasta tímabil með 17.2 stig, 9.8 fráköst og 3.2 varin skot að meðaltali í 31 leik.
Hún var valin leikmaður ársins hjá deildinni NABC NCAA, Daktronics All-American og Peach Belt Conference leikmaður ársins. Hún setti met Lander skólans í stigaskori (1744) og vörðum skotum (289) og sló sitt eigið met í vörðum skotum eða 98 í 31 leik svo eitthvað sé talið.