spot_img
HomeFréttirRannveig hætt en slæst í för með Karfan.is

Rannveig hætt en slæst í för með Karfan.is

Rannveig Kristín Randversdóttir hefur síðustu tímabil glímt við þrálát meiðsli og er af þeim sökum hætt í körfubolta. Rannveig hefur orðið bæði Íslands- og bikarmeistari með Keflavík en hún hóf ferilinn í yngri flokkum með Njarðvík.
,,Jújú, kellan er hætt að spila. Er enn að berjast við meiðsli sem búa til bara meiri meiðsli og þess háttar. Hundleiðinlegt, því hausinn er ekki tilbúinn að hætta,“ sagði Rannveig í samtali við Karfan.is.
 
Ökklameiðsli hafa sett strik í reikninginn síðastliðin þrjú ár og sagði Rannveig að nú væri komið nóg: ,,Álagið var farið að ýta undir meiðsli annars staðar. Ég er búin að reyna að vinna í þessum meiðslum í þó nokkurn tíma, t.d. farið tvisvar í aðgerð, en ekkert gerst. Þannig að eftir síðasta tímabil þá sá ég að þetta var bara komið gott. Ekki það að þetta er eitthvað sem mig langar að gera, en líkaminn segir annað. Því ef ég mætti ráða þá mundi ég spila í þó nokkur ár til viðbótar,“ sagði Rannveig en hún slítur sig ekki alfarið frá körfunni.
 
Rannveig er nýr liðsmaður hér á Karfan.is og slæst þar í Suðurnesjateymið okkar með Skúla Sigurðssyni og fleira ofurfólki. Við bjóðum Rannveigu velkomna á Karfan.is!
 
Fréttir
- Auglýsing -