spot_img
HomeFréttirMyndasafn: Naumur sigur On Point í DHL-Höllinni

Myndasafn: Naumur sigur On Point í DHL-Höllinni

 
Bandaríska liðið On Point lék gegn KR í dag og hafði nauman sigur gegn Íslands- og bikarmeisturunum. Kapparnir frá Bandaríkjunum hafa enn ekki mætt ofjörlum sínum hérlendis en spreyta sig gegn Stjörnunni á morgun.
Lokatölur í DHL-Höllinni voru 98-106 On Point í vil gegn KR en Brynjar Þór Björnsson og Egill Vignisson léku með On Point í leiknum. Hjá KR fengu allir að spreyta sig og sýndu þeir Martin Hermannsson, Kristófer Acox, Oddur Kristjánsson og Darri Freyr Atlason fína takta.
 
Leikurinn var jafn en gestirnir sigu fram úr á lokasprettinum og náðu að kreista fram sigur. Á morgun mætast svo Stjarnan og On Point í Garðabæ kl. 20:00.
 
Fréttir
- Auglýsing -