Keflvíkingar virðast hafa ráðið til sín Jarryd nokkurn Cole ef marka má bloggsíðu kappans. Jarryd þessi mun vera risa trukkur, 204 cm á hæð og 113 kílógröm að þyngd. Cole spilaði með IOWA háskólanum og skilaði þar á sínum ferli um 5 fráköstum og skoraði 7 stig á leik. Jarryd segist á bloggsíðu sinni hlakka gríðarlega til að hefja sinn atvinnuferil á Íslandi.