spot_img
HomeFréttirGrindavík og Snæfell opnuðu Reykjanes Cup með sigrum

Grindavík og Snæfell opnuðu Reykjanes Cup með sigrum

 Í gærkvöldi hófst Reykjanes Cup í Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem Grindvíkingar lögðu Fjölni og Snæfell hafði betur gegn heimamönnum í Njarðvík.
Grindavík lagði Fjölni 73-65 þar sem Sigurður Gunnar Þorsteinsson gerði 18 stig fyrir Grindvíkinga. Hjalti Vilhjálmsson, Trausti Eiríksson og Ægir Þór Steinarsson gerðu 11 stig hver fyrir Fjölnismenn.
 
Þá vann Snæfell Njarðvík 60-72, Jón Ólafur Jónsson gerði 23 stig fyrir Snæfell en Hjörtur Hrafn Einarsson og Maciej Baginski gerðu báðir 15 stig í liði Njarðvíkinga.
 
Tveir leikir eru á dagskrá mótsins í kvöld þar sem mætast Njarðvík og ÍR kl. 18:30 og Grindavík mætir Keflavík kl. 20:30. Báðir leikirnir fara fram í Toyota-höllinni í Keflavík.
 
Mynd/ [email protected] Elvar Friðriksson í leiknum gegn Snæfell í gær. 
Fréttir
- Auglýsing -