spot_img
HomeFréttirBara einn dag í einu: Morten í gallann á ný

Bara einn dag í einu: Morten í gallann á ný

 
Morten Szmiedowicz er kominn á parketið á nýjan leik með Grindvíkingum en miðherjinn sleit þar barnsskónum en hefur m.a. verið á mála hjá Haukum í Hafnarfirði. Morten er sjómaður en mun gera sitt besta til að vera með gulum í baráttunni í Iceland Express deildinni á komandi tímabili.
,,Ég er á dagróðra bát og kem til með að róa að mestu frá Grindavík eða Sandgerði svo ég ætla að reyna að vera með í allan vetur en það gæti orðið erfitt ef það er langur dagur á sjónum,“ sagði Morten í samtali við Karfan.is og kvaðst þakklátur Helga Jónasi þjálfara liðsins fyrir veittan sveigjanleika að undanförnu.
 
,,Hann er tilbúinn til að vera smá ,,flexible“ á meðan maður leggur sig fram, en ég spila örugglega ekki alla leikina. Þetta verður bara að koma í ljós. Maður tekur bara einn dag í einu, byrjum sennilega á sjónum í næstu viku.“
 
Mynd/ Karl West: Morten er hér í baráttunni undir körfunni á bak við Björn Steinar liðsfélaga sinn.
 
Fréttir
- Auglýsing -