Þrír stórleikir fóru fram á EM í gær þar sem Spánverjar tryggðu sig inn í 8-liða úrslit með sigri gegn Serbum. Þá unnu Þjóðverjar Tyrki og Frakkar höfðu betur gegn heimamönnum í Litháen.
Spánn 84-59 Serbía
Pau Gasol gerði 26 stig og tók 8 fráköst í liði Spánverja. Hjá Serbum var Nenad Krstic með 12 stig og 7 fráköst.
Þýskaland 73-67 Tyrkland
Dirk Nowitzki gerði 19 stig, tók 7 fráköst og gaf 3 stoðsendingar í liði Þjóðverja. Hjá Tyrkjum var Ömer Asik með 19 stig og 11 fráköst. Nú er eina leið Tyrkja til að komast áfram að vinna Serba á sunnudag og vonast til þess að Þýskaland tapi sínum leik.
Litháen 67-73 Frakkland
Jonas Valanciunas gerði 12 stig og tók 3 fráköst fyrir Litháa. Hjá Frökkum var Nando De Colo með 21 stig og 5 stolna bolta.
Leikir dagsins í dag:
Georgía-Finnland
Makedónía-Slóvenía
Grikkland-Rússland
Mynd/ Pau Gasol var stigahæstur í gær þegar Spánverjar tryggðu sig inn í 8-liða úrslit mótsins.