Þrír leikir fóru fram í undanriðlum á EM í gær, Finnar lögðu þar Georgíumenn 73-87 og Makedónar og Rússar nældu sér í góða sigra.
Finnland 87-73 Georgía
Tuukka Kotti gerði 12 stig og tók 7 fráköst í liði Finna en Viktor Sanikidze gerði 16 stig og tók 9 fráköst í liði Georgíumanna.
Makedónía 68-59 Slóvenía
Bo McCalebb gerði 19 stig, tók 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í liði Makedóna en hjá Slóvenum var Goran Dragic með 20 stig og 5 fráköst.
Grikkland 67-83 Rússland
Kostas Koufos gerði 15 stig og tók 3 fráköst í gríska liðinu en hjá Rússum var Timofey Mozgov með 19 stig og 5 fráköst.
Leikir dagsins á EM:
Serbía-Tyrkland
Frakkland-Spánn
Litháen-Þýskaland
Mynd/FIBA EUROPE: Victor Khryapa og félagar í rússneska liðinu eru enn ósigraðir í Litháen.