spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins á EM: Hverjir komast í undanúrslit

Leikir dagsins á EM: Hverjir komast í undanúrslit

 
Tveir leikir fara fram á Evrópumeistaramótinu í Litháen í dag. Í gær komust Spánverjar og Makedónar áfram í undanúrslitin og eftir daginn í dag skýrist það hvernig undanúrslitin verða skipuð. Herlegheitin hefjast kl. 15.00 að íslenskum tíma þegar Fakkar og Grikkir eigast við.
Seinni leikur dagsins er viðureign Rússa og Serba sem hefst kl. 18.00. Ljóst er að Spánn og Makedónía mætast í fyrri undanúrslitaleiknum en hinn er enn óráðinn og þá munu Slóvenar og Litháar mætast í fyrsta leik morgundagsins kl. 12.15 þar sem leikið er um sæti 1.-8.
 
Mynd/ Tony Parker og félagar í franska liðinu mæta Grikkjum í dag.
 
Fréttir
- Auglýsing -