Undanúrslitin á Evrópumeistaramóti karla í Litháen fara fram í dag. Fjörið hefst kl. 14.30 þegar Spánverjar taka á móti Öskubuskunum í Makedóníu en Makedónar hafa vakið verðskuldaða athygli á mótinu og slógu m.a. út heimamenn í Litháen í síðustu umferð.
Kl. 18.00 mætast svo Frakkland og Rússland og von er á hörkuslag hérna. Liðin sem vinna í dag fá svo einn dag í hvíld og þá verður úrslitaleikurinn sjálfur á laugardag kl. 18.00.
Makedónar eru í fyrsta sinn að leika í undanúrslitum í lokakeppni EM og þess má geta að aðeins fyrir um tveimur árum síðan var Jovan nokkur Zdravevski, leikmaður Stjörnunnar, í landsliðshópi Makedóna og þekkir því vel til hjá liðinu.
Mynd/ Bo McCalebb og félagar í Makedóníu skrá sig á spjöld sögunnar í dag.