Þann 15. september síðastliðinn hófst úrslitakeppnin í WNBA og er nú ljóst hvaða lið eru komin í undanúrslitin, sem hefst í kvöld. Í átta liða úrslitunum sem vor í síðust vikuþurfti að vinna tvo leiki til að komast áfram og verður það þannig með undanúrslitin.
Leikirnir í átta liða úrslitunum fóru allir nema einn í þrjá leiki, en Atlanta Dream (endaði í 3. sæti) vann Conneticut Sun (2. sæti) í tveimur leikjum. Þá sigraði Phoenix Mercury núverandi meistarana Seattle Storm eftir að hafa tapað fyrsta leiknum. En þriðja leikinn unni þær á lokasekúndum leiksins eftir að hafa verið undir nánast allan leikinn. Átta liða úrslitin fóru eins og hér segir:
Austur riðill
Indiana Fever vs. New York Liberty – Fór 2-1 fyrir Fever.
Conneticut Sun vs. Atlanta Dream – Fór 0-2 fyrir Dream.
Vestur riðill
Minnesota Lynx vs. San Antonio Silver Stars – Fór 2-1 fyrir Lynx.
Seattle Storm vs. Phoenix Mercury – Fór 1-2 fyrir Mercury.
Eins og áður sagði byrja undan úrslitin í kvöld þar sem Fever tekur á móti Atlanta og Lynx tekur á móti Mercury. Þó svo að Fever hafi endað í fyrsta sæti í austur riðlinum eiga þær erfitt verkefni fram undan þar sem þær hafa ekki náð að vinna Dream í þeim fjórum leikjum sem þær spiluðu á tímabilinu. Það verður einnig hörku leikur í vestur riðlinum þar sem að í þeim fimm leikjum sem að Lynx og Mercury spiluðu á tímabilinu vann Lynx þrjá af tveimur. Það má því búast við skemmtilegum leikjum í kvöld sem vert er að fylgjast með. Fyrri leikurinn í kvöld er Fever vs. Dream og byrjar hann kl. 7 pm ET og seinni leikurinn, Lynx vs. Mercury, byrjar kl. 9 pm ET. Báðir leikirnir eru sýndir á ESPN2 og svo auðvitað á Live Access á www.WNBA.com
Mynd/ Candice Dupree að skora sigurkörfuna fyrir Phoenix Mercury sem kom þeim í undanúrslitin.