spot_img
HomeFréttirSigur í fyrsta leik hjá Hrannari

Sigur í fyrsta leik hjá Hrannari

Dönsku meistararnir í kvennaliði SISU sem Hrannar Hólm þjálfar heimsóttu BK Amager í gær og sigruðu 74-67 í æsispennandi leik.

 
Miklar kröfur eru gerðar til SISU þennan veturinn. Liðið er ríkjandi meistari og fór næstum taplaust í gegnum síðasta tímabil. Þá ætlar liðið að taka þátt í Evrópukeppni en mörg ár eru síðan danskt kvennalið hefur gert það.

Lið Amager er skipað ungum leikmönnum en þær héldu SISU á tánum í gær og þegar rúm mínúta var eftir var aðeins þriggja stiga munur en SISU kláraði þetta með 7 stiga sigri. Trine Duelund var stigahæst hjá SISU með 18 stig en Kiki Lund fyrrverandi leikmaður Hauka skoraði 8 stig.

[email protected]

Mynd: SISU

Fréttir
- Auglýsing -