Ragna Margrét Brynjarsdóttir lék sinn fyrsta leik í sænska boltanum í gær þegar lið hennar KFUM Sundsvall Basket sótti sigur til Alvik, 83-39.
Ragna var í byrjunarliði og lék í rúmar 30 mínútur, skoraði 10 stig og tók 10 fráköst. Liðið leikur í næst efstu deild Svíþjóðar og en sú deild er tvískipt og leikur Sundsvall í norðurhlutanum.
Næsti leikur er 8. október þegar liðið tekur á móti Kringlan Basket en Kringlan sigraði KFUM Blackberg um helgina á útivelli.