,,Að sjálfsögðu mæti ég á minn heimavöll og tek þátt í Íslandsmótinu í Stinger. Ég geri ekki ráð fyrir öðru en að ég klári þetta þægilega og fari heim með aurinn,“ sagði Sveinbjörn Claessen sem hefur sett stór skotmörk á bakið á nokkrum félögum sínum.
,,Þar sem um einstakan viðburð er að ræða langar mig að skora á eftirtalda til að mæta og láta ljós sitt skína. Geri ekki ráð fyrir öðru en að þeir hlaði múrsteinum en samt sem áður gaman að hafa þessa hressu stráka með.“
* Elvar Guðmundsson (Fram Basketball) af þeirri einföldu ástæðu að það er svo gaman að vinna hann.
* Árna Ragnars. Hann er alvöru.
* Brynjar Björns. Þarf að koma sér í gang fyrir komandi tímabil í nýju landi.
* Fannar Helgason. Glæsilegur fulltrúi örvhentra.
* Trausta Stefánsson, Íslandsmeistara í hlaupum. Annar glæsilegur fulltrúi örvhentra.
* Jóhannes Kristbjörnsson. Hann sagðist ekki komast. Nú neyðist hann. Hann skorast ekki undan áskorunum.
* Óskar Inga Magnússon. Heitur síðasta vetur fyrir utan línuna. Það þarf líka svoleiðis menn í Íslandsmótið í stinger.
* Herbert Arnarson. Möguleg hindrun fyrir mig en ætti að hafa hann fyrir rest.