spot_img
HomeFréttirSauðamessumót Skallagríms í körfubolta 2011

Sauðamessumót Skallagríms í körfubolta 2011

 
Föstudaginn 14.október n.k. kl.18:30 verður haldið í fyrsta skipti hópa-fyrirtækja- félaga- vina hraðmót á vegum körfuknattleiksdeildar Skallagríms. Hér er um að ræða fjáröflun til styrktar körfuknattleiksdeild Skallagríms.
Nú er um að gera fyrir fjölskyldur, vini, vinnustaði já eða hverja sem er að skrá sig og byrja Sauðamessuna degi fyrr með smá körfuboltasprelli og upphitun fyrir fjárdráttinn.
 
 
Leikfyrirkomulag verður þannig að hvert lið má vera skipað eins mörgum leikmönnum og þeir vilja en það mega bara vera 4 inná í senn. Það verða frjálsar innáskiptingar og leiktíminn verður 2 sinnum 8 mínútur með engu stoppi og einni mínútu í hálfleik. Spilað verður þvert á vellina í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Við hvetjum nú sem flesta til þess að skrá sig !
 
 
Mótsgjaldi verður stillt í hóf en það er 8000.kr á lið og greiðist til mótsstjóra í upphafi móts.
 
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -