spot_img
HomeFréttirStjarnan Reykjanesmeistari 2011

Stjarnan Reykjanesmeistari 2011

Tveir leikir fóru fram í kvöld þegar Reykjanesmóti karla lauk. Njarðvík vann Breiðablik 64-80 í Smáranum og Stjarnan varð Reykjanesmeistari með öruggum 97-87 sigri á Keflavík.
Garðbæingar leiddu 49-41 í hálfleik þar sem Keith Cothran var með 15 stig í liði Stjörnunnar og Charles Parker með 17 í liði Keflavíkur.
 
Í þriðja leikhluta stakk Stjarnan af, Keflvíkingar fengu dæmdar á sig sex villur á tveimur mínútum og þar af voru tvær tæknivillur eftir samskipti þeirra við dómara leiksins. Garðbæingar voru því með skotrétt næstu átta mínútur í leikhlutanum og leiddu síðan 78-59 að leikhlutanum loknum.
 
Eftirleikurinn var nokkuð þægilegur hjá Stjörnunni þó Keflavík hefði klórað lítið eitt í bakkann og lokatölur voru 97-87 Garðbæingum í vil. Keith Cothran var með 23 stig, Jovan Zdravevski 18, Justin Shouse 16 og Dagur Kár Jónsson 10 í liði Stjörnunnar. Arnar Freyr Jónsson skoraði 28 hjá Keflavík og var heitur fyrir utan, Charles Parker bætti við 19 stigum, Jarryd Cole 17 og Valur Orri Valsson gerði 10.
 
Til hamingju Stjörnumenn!
 
Mynd/ [email protected] – Reykjanesmeistarar Stjörnunnar 2011
Fréttir
- Auglýsing -