Trey Hampton kemst hátt, svo hátt að honum tekst að skella Snæfellsliðinu á veggspjald. Tindastóll tók á móti Snæfell í æfingaleik á dögunum þegar verið var að vígja Síkið á Sauðárkróki eftir parketlagningu.
Jón Ólafur Jónsson varð fyrir Hampton þegar hann hóf sig til flugs en rétt eins og í síðasta veggspjaldi þá stóð þolandinn uppi sem sigurvegari í leiknum. Hampton átti tilþrif leiksins óumdeilt en Hólmarar unnu leikinn.
Hér má sjá troðsluna svakalegu
Það var Brynjar Rafn Birgisson sem tók upp tilþrifin og kom mynbrotinu á veraldarvefinn.