Keppni í sænsku úrvalsdeildinni hefst næstkomandi föstudagskvöld þar sem þremenningarnir Jakob, Hlynur og Pavel eiga titil að verja með Sundsvall Dragons. Þeir eru aðeins hluti af myndarlegum fulltrúahópi okkar Íslendinga í Svíþjóð þetta tímabilið.
Þeir Jakob Örn Sigurðarson, Hlynur Bæringsson og Pavel Ermolinski leika allir með Sundsvall Dragons en meistararnir hefja titilvörnina á heimvelli á föstudag gegn ecoÖrebro.
Brynjar Þór Björnsson og Jamtland Basket byrja á útivelli gegn Norrköping Dolphins og Helgi Magnússon verður í eldlínunni með 08 Stockholm á útivelli gegn LF Basket. Þá byrja Logi Gunnarsson og liðsfélagar í Solna Vikings á útivelli gegn Uppsala Basket.
Leikir föstudagsins í Svíþjóð:
Sundsvall Dragons- ecoÖrebro
Norrköping Dolphins – Jamtland Basket
Uppsala Basket – Solna Vikings
LF Basket – 08 Stockholm
Mynd/ Pavel gekk í sumar til liðs við Sundsvall frá Íslands- og bikarmeisturum KR og hittir þar fyrir Hlyn Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson.