spot_img
HomeFréttirMeistarar Sundsvall opnuðu leiktíðina með sigri

Meistarar Sundsvall opnuðu leiktíðina með sigri

 
Sænska úrvalsdeildin hófst í kvöld þar sem Íslendingaliðið og ríkjandi meistarar Sundsvall Dragons opnuðu leiktíðina með sigri gegn ecoÖrebro á heimavelli. Hlynur Bæringsson byrjar með látum en hann var stigahæstur hjá Sundsvall í kvöld með 20 stig og 14 fráköst.
Pavel Ermolinski átti einnig fínan dag með Sundsvall og skoraði 17 stig í leiknum, tók 7 fráköst, stal 6 boltum og gaf 4 stoðsendingar. Þá bætti Jakob Örn Sigurðarson við 13 stigum, 4 stoðsendingum og 4 stolnum boltum.
 
Brynjar Þór Björnsson var stigahæstur þegar Jamtland fékk skell á útivelli gegn Norrköping Dolphins 101-77. Brynjar gerði 22 stig og tók 4 fráköst í liði Jamtland. Þá mátti Helgi Magnússon einnig horfa upp á stórt tap í fyrsta leik með Stockholm 08 þegar liðið lá 103-70 gegn LF Basket. Helgi gerði 3 stig í leiknum og tók 5 fráköst.
 
Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings máttu þola stórt tap þegar liðið lá 97-66 gegn Uppsala. Logi gerði 5 stig í leiknum.
 
Mynd/ Hlynur Bæringsson var með myndarlega tvennu hjá Sundsvall þegar liðið lagði ecoÖrebro í kvöld.
 
Fréttir
- Auglýsing -