Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í Mitteldeutcher BC hafa unnið þrjá fyrstu leikina sína í Pro A deildinni í Þýskalandi. Í gær mættu þeir USC Heidelberg á útivelli og höfðu betur 104-89. Hörður var ekki í byrjunarliðinu en var næststigahæstur hjá MBC í leiknum.
Hörður gerði 19 stig á tæpum 36 mínútum og lék allra mest hjá MBC í leiknum. Hann setti niður 2 af 4 þristum í leiknum og 3 af 4 vítum og þá var hann með 5 stoðsendingar og 2 fráköst.
MBC trónir á toppi Pro A deildarinnar og er eina liðið sem ekki hefur tapað leik til þessa.