Karlalið ÍR í körfubolta hefur fundið eftirmann Brandon Bush sem var látinn fara á dögunum. Nýi bandaríski leikmaðurinn hjá liðinu heitir Williard Johnson, er 204 sm á hæð og spilar sem framherji. www.visir.is greindi frá þessu í gær.
„Hann er gamall skólabróðir Jimmy Bartolotta úr MIT og þeir eru bestu vinir," sagði Gunnar Sverrisson, þjálfari ÍR, um nýja Bandaríkjamanninn sinn. Jimmy Bartolotta ákvað á dögunum að taka annað tímabil með ÍR-liðinu en hann var einn allra besti leikmaður Iceland Express deildarinnar í fyrra.
Mynd/ Gunnar Sverrisson og félagar í ÍR hafa samið við Brandon Bush