spot_img
HomeFréttirBiðin á enda: Iceland Express deild karla hefst í kvöld

Biðin á enda: Iceland Express deild karla hefst í kvöld

 
Þá er biðin langa loks á enda. Keppni í Iceland Express deild karla hefst í kvöld með þremur leikjum sem allir hefjast kl. 19.15. Íslands- og bikarmeistarar KR hefja titilvörnina á heimavelli þegar Benedikt Guðmundsson mætir í heimsókn með nýliðana sína úr Þór í Þorlákshöfn.
Leikir kvöldsins í IEX-karla:
 
Grindavík-Keflavík
KR-Þór Þorlákshöfn
Fjölnir-ÍR
 
Grindvíkingar urðu meistarar meistaranna með dramatískum hætti um síðustu helgi og því eflaust enn glatt á hjalla í herbúðum Helga Jónasar og félaga. Reykjanesliðin Grindavík og Keflavík fá nágrannaglímu strax í fyrstu umferð og von á miklum slag.
 
Íslands- og bikarmeistarar KR taka á móti Þór Þorlákshöfn þar sem Benedikt Guðmundsson er við stjórnartaumana. Þórsarar skarta m.a. þeim Guðmundi Jónssyni og Darra Hilmarssyni sem komu til liðs við félagið í sumar og þykja nýliðarnir líklegir til að stela rándýrum stigum í vetur.
 
Fjölnismenn taka á móti ÍR og vafalítið fullt út úr dyrum í Dalhúsum í kvöld en þeir sem eiga ekki heimangengt geta fylgst með leiknum í beinni netútsendingu hjá www.fjolnir.is

Í kvöld hefst einnig keppni í 1. deild karla þegar Höttur á Egilsstöðum tekur á móti Skallagrím kl. 18.30.

 
Gleðilega hátíð!
 
Mynd/ [email protected]Grindvíkingar taka á móti Keflavík í Röstinni í kvöld.
 
Fréttir
- Auglýsing -