spot_img
HomeFréttirÚrslit: Grindavík vann Reykjanesrimmuna

Úrslit: Grindavík vann Reykjanesrimmuna

 
Keppni í Iceland Express deild karla hófst í kvöld sem og í 1. deild karla. Þrír leikir fóru fram í úrvalsdeildinni þar sem Grindavík vann Reykjanesrimmuna gegn grönnum sínum úr Keflavík 86-80. Þá hófst titilvörn KR með naumum baráttusigri gegn Þór 90-84.
Úrslit kvöldsins:
 
KR 90 – 84 Þór Þorlákshöfn
Edward Lee Horton með 26 stig í liði KR og David Tariu 17. Darrin Govens með 30 hjá Þór og Mike Ringgold 20.
 
Fjölnir 101 – 109 ÍR
 
Grindavík 86-80 Keflavík
Giordan Watson gerði 23 stig, tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í liði Grindavíkur. Hjá Keflavík var Jarryd Cole með 29 stig og 16 fráköst og Magnús Þór Gunnarsson bætti við 28 stigum.
 
Mynd/ [email protected] – Meistarar KR höfðu nauman baráttusigur gegn Þór í kvöld.
Fréttir
- Auglýsing -