Tölfræði leiksins má finna hér
Grindavík vann góðan útisigur á Fjölni, 76-95, sem hafa nú tapað fyrstu tveimur leikjum tímabilsins, báðum á heimavelli. Stigahæstur í lið Grindavíkur var Sigurður Þ. Gunnarsson með 15 stig og 11 fráköst en næstir voru Jóhann Árni Ólafsson með 13 stig og J’Nathan Bullock með 12 stig. Hjá Fjölni var Calvin O’Neal stigahæstur með 22 stig en næstir voru Arnþór Freyr Guðmundsson með 16 stig og 8 fráköst og Ægir Þór Steinarsson með 10 stig.
Tölfræði leiksins má finna hér
Keflavík vann 9 stiga sigur á Tindastól, 87-78. Stigahæstur í liði Keflavíkur var Steven Gerard Dagustino með 17 stig. Steven spilaði sinn fyrsta leik fyrir Keflavík á tímabilinu en þetta er þó ekki fyrsta leiktíð hans á Íslandi. Næstir voru Magnús Þór Gunnarsson með 15 stig og Charles Michael Parker með 14 stig og 14 fráköst.
Tölfræði leiksins má finna hér