Í kvöld mætast Njarðvík og Haukar í annari umferð Iceland Express deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19:15 en frítt verður á leikinn fyrir alla í boði körfuknattleiksdeildarinnar UMFN. Efri hæð íþróttahússins verður opnuð klukkan 18:00 og verður nóg um að vera þar. Tilboð verður á pylsum og kók í dós á en það verða einnig pizzur og fleira góðgæti á boðstólum.
Þá mun unglingaráð selja búningasett úr gömlum keppnissettum og kostar settið, treyja og buxur, aðeins 1000 kr. Flottir búningar sem hægt er að nota t.d. á æfingum.
Mynd/ Agnar Mar