Helena Sverrisdóttir verður í beinni útsendingu á fibatv.com á morgun þegar lið hennar Good Angels Kosice spila gegn spænska liðinu Rivas Ecopolis í Euroleague. Leikurinn byrjar klukkan 17:00 á íslenskum tíma, miðvikudaginn 19. október.
Helena og Good Angels Kosice töpuðu fyrsta leiknum í Euroleague en hafa tækifæri á morgun til þess að bæta úr því. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér liðin er hægt að gera það á heimasíðu FIBA europe hér.
Við hvetum því alla alvöru körfuknattleiks áhugamenn að tengjast alnetinu á morgun klukkan 17:00 og fylgjast með Helenu sem á þá möguleika á að vera fyrsta íslenska konan til að sigra leik í Euroleague.