Annarri umferð í Iceland Express deild kvenna lauk í kvöld með þremur leikjum. Nýliðar Vals fundu sinn fyrsta sigur í Grafarvogi er þær lögðu Fjölni 78-88.
Úrslit IE-kvenna:
Fjölnir 78-88 Valur
Britney Jones með 33 stig í liði Fjölnis, 7 fráköst og 10 stoðsendingar. María Ben Erlingsdóttir gerði 21 stig og tók 7 fráköst í liði Vals.
Njarðvík 87-97 KR
Reyana Colson gerði 29 stig, tók 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í liði KR en fjórir leikmenn liðsins skoruðu 20 stig eða meira í leiknum! Hjá Njarðvík var Lele Hardy með 27 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar.
Keflavík 105-65 Hamar
Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur búnir að vinna sinn fyrsta leik á tímabilinu. Pálína Gunnlaugsdóttir með stórleik, 32 stig og 4 stoðsendingar. Hjá Hamri var Samantha Murphy með 26 stig og 7 stolna bolta.
Úrslit 1. deild karla:
Breiðablik 77-83 Skallagrímur
Þorsteinn Gunnlaugsson með 23 stig og 19 fráköst í liði Blika en hjá Skallagrím var Dominique Holmes með 20 stig og 10 fráköst.
Mynd/ nonni@karfan.is – Nýliðar Vals unnu sín fyrstu stig í Iceland Express deild kvenna í kvöld.